top of page

UM OKKUR

Það er einfalt og þægilegt að panta barnabílstól hjá okkur, hvort sem er til skamms tíma eða lengri tíma. Öruggur barnabílstóll er nauðsynlegur í alla bíla þar sem börn eru farþegar,
hvort sem er í bíl mömmu, pabba, afa eða ömmu.  Það er ekki óalgengt fleiri en einn barnabílstóll fylgi hverju barni og getur þá verið þægilegt að fá góðan stól sem uppfyllir alla öryggisstaðla til leigu gegn vægu gjaldi.

07-jan.jpg
Öryggi
Öflugt eftirlit

Barnabílstólar sem koma úr leigu eru vandlega yfirfarnir áður en þeir fara í leigu á ný af sérhæfðu starfsfólki sem hafa fengið vottun frá BeSafe. Komi í ljós minnsti galli eða slit á burðarvirki stólanna eru þeir umsvifalaust teknir úr notkun. Öflugt eftirlit tryggir að barnið njóti ávallt fyllsta öryggis.

10_01.jpg
Hreinlæti
​Sótthreinsun & þvottur

Farið er eftir ströngum vinnureglum þegar kemur að þrifum og yfirferð barnabílstóla okkar og hefur starfsfólk fengið þjálfun og leiðsögn frá framleiðenda BeSafe. Þegar barnabílstól er skilað til okkar þá er hann þrifinn og sótthreinsaður.  Stóllinn er grandskoðaður og vandlega yfirfarinn með tillit til skemmda og álags.  Sé einhver vafi á öryggi stóls er honum fargað.

BeSafe_iZi-Plus_Midnight-Black-Mélange_2
Þjónusta
Uppsetning & kennsla

Við leggjum áherslu á að veita viðskiptavinum okkar góða og faglega þjónustu og leggjum okkur fram við að afgreiða pantanir eins fljótt og mögulegt er.  Mikilvægt er að fara eftir leiðbeiningum sem fylgja stólnum þegar festa á hann í bílnum.  Hér á vefsíðu okkar er að finna myndband með leiðbeiningum.  Óski viðskiptavinur eftir því að fá aðstoð við að festa barnabílstól í bílinn þá er sú þjónusta að sjálfsögðu fyrir hendi.  Einnig bjóðum við upp á sýnikennslu í afgreiðslurými okkar á opnunartíma.

BeSafe_iZi-Modular-i-Size_Sea-Green-Méla
Sveigjanleiki
Bílstólaskipti

Barn þarf þrjá barnabílstóla á þroskaskeiði sínu, svo að hámarksöryggi sé tryggt og öryggisbúnaður henti stærð barnsins.  Leiga á barnabílstólum okkar er hagkvæm og örugg lausn og auðvelt er að skipta stólnum út eftir því sem barnið stækkar.

bottom of page