top of page

Upplýsingar

Barnabílstólar.is eru til húsa í Axarhöfða 14, 110 Reykjavík. Opnunartíminn hjá okkur er alla virka daga á milli 12.00 -17.00 en þá er einnig hægt að ná í okkur í síma 534-4900. Ávallt er hægt að senda fyrirspurnir á barnabilstolar@barnabilstolar.is og er þeim svarað eins fljótt og auðið er.  Einnig er hægt að hafa samband við okkur hér á síðunni.

Verðskrá

Stofngjald: 4.980 kr.

Stóll: 1.390 - 2.990 kr./mán.
 

Base: 600 kr./mán.

*Stofngjald er greitt við afhendingu stóls.

*Mánaðargreiðslur eru skuldfærðar á kredit/debetkort

*Skammtímaleiga: Aðeins er greitt stofngjald þegar stóll er leigður til skemmri tíma en eins mánaðar.

  • Bakvísandi eða framvísandi ?
    Öruggast er að velja bakvísandi barnabílstól. Barnið snýr þá baki í akstursstefnu og er hættan á hrygg- og höfuðmeiðslum minni en í framvísandi stól. Bakvísandi barnabílstóll tekur aðeins meira pláss en framvísandi stóll en passar samt í flesta bíla. Ráðlagt er að nota bakvísandi stól þar til barnið verður 3 – 4 ára. Margir velja framvísandi stól vegna þess að það er auðveldara að setja þá í bílinn og ökumaðurinn er í betra sambandi við barnið í aftursæti. Auðvelt er að færa flesta framvísandi barnabílstóla á milli bíla. Hægt er að setja bakvísandi og framvísandi barnabílastóla í framsæti bílsins. Athugið að það er bannað og getur auk þess verið lífshættulegt að hafa bakvísandi barnabílstól í framsæti þar sem er virkur öryggispúði fyrir framan sætið. Munið að gera öryggispúðann óvirkan sé hann fyrir framan barnabílstól og á sama hátt að virkja hann aftur áður en fullorðinn einstaklingur notar sætið. Hliðaröryggispúðar eru ekki hættulegir börnum sem eru rétt spennt í barnabílstóla. Hvorki börn né fullorðnir eiga að leggja höfuðið að bílhurð þar sem hliðaröryggispúðar eru staðsettir.
  • Í fram- eða aftursæti ?
    Ef þú ert ein/einn á ferð með barnið í bíl getur verið kostur að hafa ungbarnabílstólinn í framsæti en þá má ekki vera virkur loftpúði fyrir framan stólinn. Mundu að stöðva bílinn ef barnið fer að trufla athygli þína við aksturinn. Ef tveir fullorðnir eru saman í bíl með barn þá borgar sig að annar aðilinn sitji í aftursætinu við hlið barnsins sem haft er í ungbarnabílstól.
  • ISOFIX fest­ing­ar ?
    ISOFIX fest­ing­ar eiga að vera í öll­um bíl­um sem eru fram­leidd­ir eft­ir 2006. Þær er þó að finna í mörg­um eldri bíl­um. Fest­ing­arn­ar er að finna neðst á milli baks og sæt­is eða neðst á baki sæt­is­ins. ISOFIX fest­ing trygg­ir ör­ugga fest­ingu stóls­ins í bíl­inn þar sem stóll­inn fest­ist í grind bíls­ins. Ekki er hætta á að stóll­inn sé rangt fest­ur líkt og mögu­leiki er á ef ekki er farið eft­ir leiðbein­ing­um í hví­vetna þegar stóll er fest­ur með ör­ygg­is­belti bíls­ins.
  • að festa stólinn ?
    Farið með öllu eft­ir leiðbein­ing­um sem fylgja stóln­um. At­hugið alltaf stöðug­leika stóls­ins þegar barnið er fest í hann þar sem ávallt er mögu­leiki á að ýtt hafi verið óvart á spenn­una í bíl­belti stóls­ins.
  • að festa barnið ?
    Stól­belt­in eiga að sitja það þétt að barn­inu að ein­ung­is sé hægt að setja tvo til þrjá fing­ur á milli og belt­in mega ekki vera snú­in. Belt­in eiga að sitja yfir öxl barns og gæta þarf að því að beltið sé í réttu gati á baki stóls­ins það er sé ekki staðsett of neðarlega eða of­ar­lega.
  • Staðsetn­ing stóls í bíln­um ?
    Barn má aldrei sitja fyr­ir fram­an virk­an ör­yggis­púða nema það sé orðið 150 cm að hæð. Börn eru best var­in í aft­ur­sæti allt fram að 12 ára aldri og mik­il­vægt að gefa ekki af­slátt á því og leyfa þeim stund­um að sitja í fram­sæti.
  • Sessa með og án baks ?
    Sessu má byrja að nota frá 15 kg þyngd en ekki er mælt sér­stak­lega með þeim þar sem sessa með baki veit­ir ávallt betri vernd en sessa án baks. Mik­il­vægt er að setja bíl­beltið ávallt und­ir lykkj­una sem er á sess­unni því ann­ars er hætta á því að sess­an geti runnið und­an barn­inu í árekstri. Á sum­um sess­um sem eru með baki er hægt að stilla hæðina á bak­inu. Mik­il­vægt er að færa hæð baks­ins til eft­ir því sem barnið vex en efri brún eyr­ans á ekki fara upp fyr­ir stól­bakið. Barn á að nota sessu með baki a.m.k. þar til það hef­ur náð 135 cm hæð eða 36 kg, gjarn­an um 10 til 12 ára ald­ur.
  • Öryggi barna í rút­um og leigu­bíl­um ?
    Ekki skal draga úr ör­yggi barna þó ferðast sé í rút­um eða leigu­bíl­um. At­hugaðu hvort fyr­ir­tækið bjóði uppá ör­ygg­is­búnað miðað við þyngd og ald­ur barns þíns. Ef svo er at­hugaðu ald­ur búnaðar­ins. Ef eng­inn búnaður er til staðar taktu þá þinn eig­in búnað eða leigðu stól fyrir ferðina.
  • Ef bíll­inn lend­ir í árekstri ?
    Ef ör­ygg­is­búnaður er í bíl sem lend­ir í hörðum árekstri, bíl­veltu eða öðru um­ferðartjóni er hann ónýt­ur. Þó svo að ekk­ert sjá­ist á búnaðinum geta alltaf verið skemmd­ir í hon­um sem augað nem­ur ekki. Eng­ar próf­un­ar­stöðvar eru til hér á landi sem skoða slíka stóla.
  • Líf­tími barna­bíl­stóla ?
    Líf­tími barna­bíl­stóla er miðaður við fram­leiðslu­mánuð viðkom­andi stóls og fram­leiðslu­mánuðinn og árið má finna á stóln­um sjálf­um. Fram­leiðend­ur segja til um hver líf­tími stóla þeirra er. Sá tími get­ur verið mis­mun­andi eft­ir fram­leiðend­um en al­geng­asti líf­tími ung­barna­bíl­stóla er 5 ár en get­ur verið 10 ár fyr­ir aðra stóla.
  • Staðlar barna­bíl­stóla ?
    Merk­ing­in fyr­ir evr­ópska staðla barna­bíl­stóla er ECE R44.04. Síðustu tveir staf­irn­ir gefa til kynna að þetta er nýj­asta staðal­inn sem kom út árið 2006. Evr­ópsk­ir staðlar fyr­ir barna­bíl­stóla eru aðrir en fyr­ir Banda­ríkja- og Kan­ada­markað. Fyr­ir banda­rísk­an markað er staðall­inn FMVSS en CMVSS fyr­ir kanadísk­an markað. ECE staðall­inn er strang­ari en FMVSS og CMVSS staðlarn­ir og var bannað að flytja inn stóla sem upp­fylla ein­göngu FMVSS og CMVSS staðlana eft­ir 1. júlí 2013.
bottom of page