top of page
Upplýsingar
Barnabílstólar.is eru til húsa í Axarhöfða 14, 110 Reykjavík. Opnunartíminn hjá okkur er alla virka daga á milli 12.00 -17.00 en þá er einnig hægt að ná í okkur í síma 534-4900. Ávallt er hægt að senda fyrirspurnir á barnabilstolar@barnabilstolar.is og er þeim svarað eins fljótt og auðið er. Einnig er hægt að hafa samband við okkur hér á síðunni.
Verðskrá
Stofngjald: 4.980 kr.
Stóll: 1.390 - 2.990 kr./mán.
Base: 600 kr./mán.
*Stofngjald er greitt við afhendingu stóls.
*Mánaðargreiðslur eru skuldfærðar á kredit/debetkort
*Skammtímaleiga: Aðeins er greitt stofngjald þegar stóll er leigður til skemmri tíma en eins mánaðar.
-
Bakvísandi eða framvísandi ?Öruggast er að velja bakvísandi barnabílstól. Barnið snýr þá baki í akstursstefnu og er hættan á hrygg- og höfuðmeiðslum minni en í framvísandi stól. Bakvísandi barnabílstóll tekur aðeins meira pláss en framvísandi stóll en passar samt í flesta bíla. Ráðlagt er að nota bakvísandi stól þar til barnið verður 3 – 4 ára. Margir velja framvísandi stól vegna þess að það er auðveldara að setja þá í bílinn og ökumaðurinn er í betra sambandi við barnið í aftursæti. Auðvelt er að færa flesta framvísandi barnabílstóla á milli bíla. Hægt er að setja bakvísandi og framvísandi barnabílastóla í framsæti bílsins. Athugið að það er bannað og getur auk þess verið lífshættulegt að hafa bakvísandi barnabílstól í framsæti þar sem er virkur öryggispúði fyrir framan sætið. Munið að gera öryggispúðann óvirkan sé hann fyrir framan barnabílstól og á sama hátt að virkja hann aftur áður en fullorðinn einstaklingur notar sætið. Hliðaröryggispúðar eru ekki hættulegir börnum sem eru rétt spennt í barnabílstóla. Hvorki börn né fullorðnir eiga að leggja höfuðið að bílhurð þar sem hliðaröryggispúðar eru staðsettir.
-
Í fram- eða aftursæti ?Ef þú ert ein/einn á ferð með barnið í bíl getur verið kostur að hafa ungbarnabílstólinn í framsæti en þá má ekki vera virkur loftpúði fyrir framan stólinn. Mundu að stöðva bílinn ef barnið fer að trufla athygli þína við aksturinn. Ef tveir fullorðnir eru saman í bíl með barn þá borgar sig að annar aðilinn sitji í aftursætinu við hlið barnsins sem haft er í ungbarnabílstól.
-
ISOFIX festingar ?ISOFIX festingar eiga að vera í öllum bílum sem eru framleiddir eftir 2006. Þær er þó að finna í mörgum eldri bílum. Festingarnar er að finna neðst á milli baks og sætis eða neðst á baki sætisins. ISOFIX festing tryggir örugga festingu stólsins í bílinn þar sem stóllinn festist í grind bílsins. Ekki er hætta á að stóllinn sé rangt festur líkt og möguleiki er á ef ekki er farið eftir leiðbeiningum í hvívetna þegar stóll er festur með öryggisbelti bílsins.
-
að festa stólinn ?Farið með öllu eftir leiðbeiningum sem fylgja stólnum. Athugið alltaf stöðugleika stólsins þegar barnið er fest í hann þar sem ávallt er möguleiki á að ýtt hafi verið óvart á spennuna í bílbelti stólsins.
-
að festa barnið ?Stólbeltin eiga að sitja það þétt að barninu að einungis sé hægt að setja tvo til þrjá fingur á milli og beltin mega ekki vera snúin. Beltin eiga að sitja yfir öxl barns og gæta þarf að því að beltið sé í réttu gati á baki stólsins það er sé ekki staðsett of neðarlega eða ofarlega.
-
Staðsetning stóls í bílnum ?Barn má aldrei sitja fyrir framan virkan öryggispúða nema það sé orðið 150 cm að hæð. Börn eru best varin í aftursæti allt fram að 12 ára aldri og mikilvægt að gefa ekki afslátt á því og leyfa þeim stundum að sitja í framsæti.
-
Sessa með og án baks ?Sessu má byrja að nota frá 15 kg þyngd en ekki er mælt sérstaklega með þeim þar sem sessa með baki veitir ávallt betri vernd en sessa án baks. Mikilvægt er að setja bílbeltið ávallt undir lykkjuna sem er á sessunni því annars er hætta á því að sessan geti runnið undan barninu í árekstri. Á sumum sessum sem eru með baki er hægt að stilla hæðina á bakinu. Mikilvægt er að færa hæð baksins til eftir því sem barnið vex en efri brún eyrans á ekki fara upp fyrir stólbakið. Barn á að nota sessu með baki a.m.k. þar til það hefur náð 135 cm hæð eða 36 kg, gjarnan um 10 til 12 ára aldur.
-
Öryggi barna í rútum og leigubílum ?Ekki skal draga úr öryggi barna þó ferðast sé í rútum eða leigubílum. Athugaðu hvort fyrirtækið bjóði uppá öryggisbúnað miðað við þyngd og aldur barns þíns. Ef svo er athugaðu aldur búnaðarins. Ef enginn búnaður er til staðar taktu þá þinn eigin búnað eða leigðu stól fyrir ferðina.
-
Ef bíllinn lendir í árekstri ?Ef öryggisbúnaður er í bíl sem lendir í hörðum árekstri, bílveltu eða öðru umferðartjóni er hann ónýtur. Þó svo að ekkert sjáist á búnaðinum geta alltaf verið skemmdir í honum sem augað nemur ekki. Engar prófunarstöðvar eru til hér á landi sem skoða slíka stóla.
-
Líftími barnabílstóla ?Líftími barnabílstóla er miðaður við framleiðslumánuð viðkomandi stóls og framleiðslumánuðinn og árið má finna á stólnum sjálfum. Framleiðendur segja til um hver líftími stóla þeirra er. Sá tími getur verið mismunandi eftir framleiðendum en algengasti líftími ungbarnabílstóla er 5 ár en getur verið 10 ár fyrir aðra stóla.
-
Staðlar barnabílstóla ?Merkingin fyrir evrópska staðla barnabílstóla er ECE R44.04. Síðustu tveir stafirnir gefa til kynna að þetta er nýjasta staðalinn sem kom út árið 2006. Evrópskir staðlar fyrir barnabílstóla eru aðrir en fyrir Bandaríkja- og Kanadamarkað. Fyrir bandarískan markað er staðallinn FMVSS en CMVSS fyrir kanadískan markað. ECE staðallinn er strangari en FMVSS og CMVSS staðlarnir og var bannað að flytja inn stóla sem uppfylla eingöngu FMVSS og CMVSS staðlana eftir 1. júlí 2013.
bottom of page