top of page

BeSafe

HTS BeSafe AS er norskt fyrirtæki sem er leiðandi í þróun og framleiðslu á hágæða bílstólum fyrir börn.  Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Krøderen í Noregi og eru umboðsaðilar BeSafe í 40 löndum.

BeSafe stólarnir eru margverðlaunaðir fyrir árekstrar og eiturefnaprófanir. Við framleiðsluna er lögð áhersla á að vernda það sem mikilvægast í lífi fólks, börnin.  Markmið BeSafe er að engin börn slasist í umferðinni.

Í vöruþróun BeSafe er rík áhersla lögð á öryggi og sífellt verið að þróa og framleiða vörur með nýja öryggiseiginleika byggða á einkaleyfum framleiðanda. Hjá BeSafe er markmiðið að vera leiðandi á markaði með hágæða vörur sem standast ströngustu öryggiskröfur eftirlitsaðila. Mikil vinna og fjármagn er sett í rannsóknir og þróun.

bottom of page